Elsa Lára Arnardóttir, Vogar

Elsa Lára útskrifaðist frá Canadian College of Massage & Hydrotherapy í júní 2000, Ontario, Kanada. Meðan á námi stóð sérmenntaði hún sig í meðgöngu-, fæðingar-og ungbarnanuddi hjá Cindy McNeely og Allison hines. Fór einnig á námskeið í bandvefsnuddi, vatnsnuddmeðferð, íþróttanuddi, liðliðkun (joint play). Áður en hún fór í sjúkranuddnámið hafði hún lokið námið í svæðameðferð á Íslandi. Árið 2003 fór Elsa Lára á námskeið í Spafræði í London, Kanada. Bætti svo við sjúkranudd í vatni árið 2005 og starfar við það í Lækningalind Bláa lónsins í dag 1 sinni í viku.

Ungbarnanuddnámskeið hefur Elsa Lára verið með frá því hún útskrifaðist, farið í heimahús og kennt foreldrum, ömmum og öfum, systkinum að nudda litlu krílin. Sumarið 2012 gaf hún út bókina “Nudd fyrir barnið þitt” þar sem einnig er lögð áhersla á það að nudda eldri börnin.

Elsa Lára starfar á eigin stofu:

Sjúkranuddstofu Elsu Láru, Iðndal 2, 190 Vogar.

Tímapantanir: 822 3572

Opnunartími: þri og fös frá 9-18

og

Lækningalind Bláa lónsins á fimmtudögum, tímapantanir í síma: 420 8900