Hvað er sjúkranudd?

Sjúkranudd er viðurkennd heilbrigðisstarfsgrein og er samþykkt af Heilbrigðisráðuneytinu. Þeir skólar sem Heilbrigðisráðuneytið viðurkennir eru í Þýskalandi og Kanada, námið tekur 2 til 3 ár. Námið byggist á líffærafræði, lífeðlis-og lífefnafræði, sjúkdómafræði, hreyfingarfræði, meinafræði, siðfræði, taugafræði, taugalífeðlis-og lífefnafræði og innkirtlafræði. Einnig æfingum, kennslu í skoðun og mati á líkamlegu ástandi sjúklings, vatnsmeðferðir og sérhæfðum sjúkranuddaðferðum.