Um félagið

Sjúkranuddarafélag Íslands var stofnað 1981, lög um sjúkranudd voru samþykkt 1987 á Alþingi. Sjúkranuddarar starfa víða, t.d. á Heilsustofnun NLFÍ Hveragerði, á eigin stofum, sjúkrahúsum, heilsugæslustöðvum og heilsuræktarstöðvum. Það er markmið félagsins að afla sjúkranuddi sömu viðingar og viðurkenningar og það nýtur í öðrum löndum innan vestrænna læknavísinda.

Samkvæmt 2. grein laga Sjúkranuddarafélags Íslands er tilgangur þess:

  • Að vinna að hagsmunamálum félagsmanna, vernda réttindi þeirra og beita sér gegn hvers konar misrétti í launagreiðslum og starfskröfum.
  • Að vinna að bættri heilbrigðisþjónustu í landinu.
    Að vinna að samstöðu félagsmanna og efla samheldni stéttarinnar m.a. með útgáfustarfsemi, fræðslufundum, skemmtunum og annarri félagsstarfsemi.
  • Að stuðla að aukinni og bættri menntun félagsmanna og endurmenntun.
  • Að annast gerð kjarasamninga fyrir félagsmenn og standa vörð um áunnin réttindi.
  • Að stuðla að samstarfi við hliðstæð samtök innanlands og utan.
  • Að mennta og þjálfa trúnaðarmenn félagsins.
  • Að gæta virðingar stéttarinnar og vera málsvari hennar.
  • Að gæta að öðru leyti hagsmuna og réttinda félagsmanna varðandi störf þeirra og koma fram fyrir þeirra hönd.

Þar sem flestir félagsmenn eru menntaðir frá Kanada og Þýskalandi þekkjum við stöðu sjúkranuddara hvað best þaðan, en þar starfa þeir að mestu innan veggja stofnana, eða í nánu samstarfi við aðrar heilbrigðisstéttir. Það er einnig markmið félagsins að auka samstarf sjúkranuddara við aðrar heilbrigðisstéttir og nú þegar eru sjúkranuddarar starfandi víða á stofnunum í samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir.